Kvöldmatur, Pizza, Uppskriftir
Færðu inn athugasemd

Laugardagspizzan

RIMG0073

Ég og mín kynslóð gætum sennilega borðað pizzu í öll mál. Ég fæ oft löngun í pizzu og er því gott að kunna að gera eina holla ef maður getur ekki keypt sér pizzu neinstaðar vegna fæðuóþols. Einnig er miklu skemmtilegra að gera pizzuna sjálfur og þá veit maður líka 100% hvað er í henni. Pizzurnar sem við kaupum af pizzustöðunum innihalda ger og valda því oft að við fáum útblásin og uppþembdan maga eftir pizzuátið. Ég sakna þess ekki neitt að hafa unnar kjötvörur á pizzunni minni eins og t.d. skinku, pepperoni, beikon og fleira. Bæði eru unnar kjötvörur ekki góðar í magann né bara fyrir líkamann í heild sinni. Svo þið eruð bara að gera ykkur stóran greiða að sleppa þeim. Það er vel hægt að gera pizzuna matarmikla með því að setja t.d. kjúkling, baunir eða túnfisk.
Pizzan sem ég og kærastinn minn gerðum í kvöld kom mjög vel út. Ég sá um botninn og hann sá um áleggið, ég get alveg viðurkennt það að ég var ekki bjartsýn á að hún yrði góð með túnfisk! Enn viti menn, hún var drullugóð. Mér finnst mjög gott að gera tvær pizzur í einu, þá sker ég niður afganginn í sneiðar og frysti. Svo þegar ég er eitthverntímann í tímaþröng þá á ég eitthvað til að grípa í.

Ég á ekki heiðurinn að uppskriftinni af botninum. En hann er aðallega úr chiafræjum sem eru einstaklega holl eins og ég hef skrifað um áður. Chiafræin eru bragðlaus svo að við getum ráðið bragðinu algjörlega sjálf með því að krydda með því kryddi sem okkur finnst best.

Botninn (2 botnar)

 • 3/4 bolli Chia fræ
 • 2 1/4 bolli Vatn
 • 9 msk Bókhveiti
 • 3 msk Kasjúhnetur
 • 6 msk Graskersfræ
 • 3 tsk Óreganó
 • 3 tsk Salt
 1. Byrjið á því að setja Chia fræjin og vatnið saman í skál, hrærið aðeins. Á meðan þetta verður að geli skuluð þið saxa hneturnar og fræin. RIMG0041
 2. Þegar Chia- og vatnsblandan er orðin gelkennd skuluð þið blanda restinni af innihaldsefnunum út í og hrærið vel.RIMG0043
 3. Setjið bökunarpappír á tvær plötur og skiptið deiginu í tvennt. Makið deginu á plöturnar með sleif og hafið það í þeirri þykkt sem þið kjósið. Botninn lyftir sér ekki.
  RIMG0047
 4. Setjið botnana í ofninn í 30-40 mín á 175°C.
 5. Takið botnana út og setjið það álegg sem þið kjósið. Setjið aftur inn í ofn í ca 10 mín.

Við settum tómatsósu (búið til ykkar eigin eða kaupið frá heilsumerki t.d. Himneskt eða himnesk hollusta) rauðlauk, túnfisk, svartar baunir, svartar ólífur, geitaost, mozzarella, sveppi, papriku og brokkolí á okkar pizzu. Ég set alltaf bara það sem ég á til hverju sinni. Að þessu sinni nennti ég ekki að búa til hvítlauksolíu þannig ég skellti sítrónuólífuolíunni frá himneskri hollustu yfir. Einnig bjó ég til kokteilsósu til að dífa aðeins í.

Kokteilsósa

 • 4 msk Majónes
 • 2 msk Tómatsósa
 • 1 tsk Tamarisósa
 • 1 tsk Hlynsíróp
 • 1 tsk paprika
 • 1/2 tsk sinnep
 • Salt+pipar

Ég er alls ekki að auglýsa neinar vörur í þessu bloggi mínu en ég mæli með því að þið kaupið majónesið, tómatsósuna, sinnepið og tamarisósuna frá eitthverju hollustumerki. Þ.e.a.s. passa að það sé ekki sykur eða mikið af aukaefnum í vörunum þannig að þær séu sem hreinastar.

Ég skora á þig að prufa þessu pizzu, þú verður sko ekki svikin. Hún er kannski ekki mjög girnileg að sjá en hún er virkilega góð og botninn er stökkur og góður.

Munið að njóta í botn ❤

-Anna Guðný

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s